No items found.
No items found.
Reynsluakstur

Við kynnum Dacia Logan MCV station

Þegar þú opnar farangursrýmið í Dacia Logan verða flestir
fyrir hughrifum þar sem það er 573 lítrar með öll sæti í uppréttri stöðu.
Með því að fella niður sætin er rýmið hvorki meira né minna en 1518 lítrar.
Farþegarýmið er einnig mjög gott og það fer vel um 5 farþega.
Dacia Logan er bíl fyrir þá sem þurfa pláss fyrir fólk og farangur.

Silfurgrár (D69)
Steingrár (KNA)
Brúnn (CNG)
Blár (RPR)
Ljós brúnn (CNM)
No items found.
Hagkvæm og skilvirk hönnun

Veldu þinn lit

No items found.

Fallegar og stílhreinar línur

Dacia Logan MCV er ekki einungis rétti bíllinn þegar kemur að hagkvæmni heldur
einkennist ytra byrgði og hönnun af stílhreinum einföldum línum sem yfirbragðið
bæði bjart og fallegt. Þokuljós að framan gefa Dacia Logan aðlaðandi framenda
og langbogará þaki gera hann sportlegan í útliti.

573l farangursrými
með öll sæti upprétt
sæti fyrir 5 fullorðna
Breið og rúmgóð sæti
Medianav evolution
Bjartur 7“ LED litasnertiskjár
No items found.

Rými fyrir allt og alla

Dacia Logan gerir þér kleift að takast á við allar tegundir ferðalaga og veita þér ferðafrelsi fyrir alla fjölskylduna.
Þegar ferðlögin er löng og mikið af farangri þá leysir Dacia Logan málið með einstaklega rúmgóðu farangursrými.
Rúmgóð sæti fyrir 5 fullorðna gefa ökumanni og farþegum kost á að ferðast í þægindum þar sem fer vel um alla.
Þegar þannig á við getur þú líka fellt niður aftursætin með 60:40 skiptingu sem gerir þér kleift að ferja langa og fyrirferðarmikla hluti.

No items found.
Bóka reynsluakstur

XXL farangursrými og snjallar geymslur

Frelsið til að ferðast er það sem Dacia Logan færir þér og þínum. Ef áhugamálin krefjast rými, ef barnakerrurnar þurfa að koma með eða ef flytja þarf stóra hluti þá er Dacia Logan lausnin. Aðrar snjallar lausnir eru víðar í innréttingunni t.d. rúmgóður símavasi á milli sæta, farangursnet í farþegarými, stórt hólf fyrir flöskur milli sæta og í farþegarými, upplýst stórt hanskahólf, stór geymsluhólf í hurðum og hólf ofan á mælaborði eru meðal þeirra snjöllu lausnir sem þú og þín fjölskylda þarf á að halda.

Láttu
fara vel
um þig

Komdu og reynsluaktu Logan strax í dag

Reynsluakstur

Öryggi

Öryggi og áreiðnaleiki 

Með samstarfi Dacia við bílaframleiðendurna Nissan og Renault á sviði þróunar og prófana getur Dacia boðið fjölskyldubíl sem sameinar frábært verð, áreiðanlegar vélar og búnað sem er þaul reyndur og hefur reynst vel til margra ára í bílum frá Nissan og Renault.
Þannig er t.a.m. margreyndur öryggisbúnaður í Dacia Logan svo sem ABS bremsukerfi, ESC stöðugleikastýring, loftpúðar og ISOFIX festingar fyrir barnastóla.

HELSTI BÚNAÐUR

Hraðastillir og hraðatakmarkari
íslenskt leiðsögukerfi
12V tengi við aftursæti
Skoða verðlista

Helstu mál (mm)

A - Hjólhaf (mm) - 2635
B - Heildarlengd (mm) - 4501
C - Fríhæð framöxuls - 827
D - Fríhæð afturöxuls - 1039
G - Hæð undir lægsta punkt (mm) - 128
H - Hæð (mm) - 1552 H1 - Hleðsluhæð (mm) - 590
H2 - Hleðslubreidd (mm) - 784
H3 - Hæð með opið skott (mm) - 1921
H4 - Hæð undir hattahillu - 481
J1 - Axlarrými í innanrými - frammi í (mm) - 1387
J2 - Axlarrými í innanrými - aftur í (mm) - 1389
K - Fótapláss í 2. Sætaröð (mm) - 177
L1 - Breidd (mm) - 1733
L2 - Breidd með speglum (mm)- 1994
L3 - Breidd milli hjólaskála (mm) - 997
M1 - Hæð frá setu til tops í framsætum (mm) - 900
M2 - Hæð frá setu til tops í aftursætum (mm) - 886
O1 - Olnbogarými í innanrými - frammi í (mm) - 1415
O2 - Olnbogarými í innanrými - aftur í (mm) - 1434
Y1 - Hleðslulengd (mm) - 1054

Farangursrými (lítrar) - 573
Farangursrými með sæti niðri (lítrar) - 1518

Sparneytni og áreiðaleiki

1,5 lítra, 90 hestafla dísilvélin í Dacia Logan er heimsþekkt fyrir áreiðanleika og sparneytni og hefur um árabil verðið notuð í Renault.
Uppgefinn eldsneytisnotkun framleiðanda þessarar vélar er í blönduðum akstri einungis 3,8 lítrar á hverja 100 km og CO2 útblástur einungis 99 gr/km.

Eldsneyti
Dísil
Hámarkshraði
169
Km/h
Co2 útnlástur
116
g/Km
Fjöldi strokka
Slagrými
1500
cm3
Eldsneytistankur
50 l

Veglegur staðal- og aukabúnaður

Í verðlista getur að líta langan lista yfir þann ríkulega staðalbúnað sem fylgir öllum Dacia Logan. Þar má m.a. telja upp búnað sem fyrir nokkrum árum var talin munaður svo sem íslenskt leiðsögukerfi, handfrjáls símabúnaður, USB tengi fyrir Mp3 spilara, bakkskynjarar, hraðastillir, aðgerðatölva í mælaborði, 7“ LED aðgerðaskjár, rafdrifnar rúður, leðurstýri og loftkæling. Að auki er að velja um fjölda aukahluta.

Skoða verðlista