Sandero Stepway crossover

Sandero Stepway

Nýr Dacia Sandero Stepway

Frá

4.390.000

Verð fyrir Life útfærslu

Hönnun

Við kynnum til leiks Sandero Stepway

Sandero Stepway er algjörlega endurhannaður frá grunni og er upphækkaður í SUV-stíl. Ný LED Y-laga framljós, langbogar, brekkusaðstoðarkerfi, sjálfvirk loftkæling og neyðarhemlunarkerfi, allt sem staðalbúnaður - við erum í raun að endurskilgreina það sem er nauðsynlegt. Rúmgott farangurs- og innrarými gefur þér nóg pláss til að geyma lífsnauðsynjar sem tryggir að þú sért alltaf tilbúinn fyrir næsta ævintýri þitt.
Sandero Stepway crossover front view
ENDURHANNAÐUR FRAMHLUTI
LED aðalljós, endurhannað húdd og stuðari með sterklegri hönnun á grilli. Framhluti á nýja Sandero sker sig úr með stílhreinni hönnun og vel skilgreindum línum.
Sandero Stepway á hlið
FRÁ HLIÐ

Upphækkaður með langboga, hliðavörn og 16''  demantslíparaðar álfelgur. Nýr Sandero Stepway sameinar stíl og styrkleika.
Sandero Stepway crossover rear view
AFTURHLUTINN
Lokahnykkurinn í nýstárlegri hönnun bílsins eru nýju Y-laga afturljósinn, endurhannaður afturstuðari og afturhluti með innbyggðum opnunarhnappi.
Innréttingar - Sandero Stepway
Hagnýtt innrarými
Panoramic mælaborð, hár miðstokkur með armpúða og geymsluhólfi. 8“ skjár til að lesa upplýsingar án þess að taka augun af veginum. Ferðastu með þægindi í fyrirrúmi.
Sandero Stepway - Interior
Dýnamísk hönnun
Endurhönnuð hurðahandföng, sérsniðið áklæði, stílhrein innrétting með smekklegum koparbrúnum innskotum og „Stepway“ merkjum. Glænýr Sandero Stepway er með stíl!

Tilfinningin í bílnum

EINFÖLD OG ÞÆGILEG UPPLIFUN

Notagildi
Modular roof bars Sandero Stepway
Lang/þverbogar
Í gær vildirðu flytja hjól. Í dag þarftu að festa farangursbox. Hljómar þetta kunnuglega? Þessir sniðugu þakbogar nýtast einnig sem þverbogar og spara pláss. Nú geturðu fest allt sem festa þarf án þess að fjárfesta í nýju setti. En hentugt!
Adjustable boot - Sandero Stepway
Stillanlegt farangursrými
Ertu með mikinn farangur í ferðalagið? Leggðu einfaldlega niður aftursætin og njóttu enn meira farangursrýmis.
High ground clearance - Sandero Stepway
Mikil veghæð
Með mikilli veghæð geturðu tekist á við mismunandi gerðir vega á auðveldan hátt.
Þægindi
Hands-free card - Sandero Stepway
Handfrjáls fjarstýring
Þú þarft ekki lengur að róta í vösunum þínum til að finna bíllyklana þína! Læstu og opnaðu ökutækið eða ræstu vélina: allt er auðveldara með handfrjálsu fjarstýringunni
Smart storage compartments - Sandero Stepway
Hentug geymslurými
Armpúðinn í All-New Sandero Stepway er með nokkur sniðug geymsluhólf til að hjálpa þér að skipuleggja þig.
Tækni
LED dipped-beam headlights - Sandero Stepway
LED ljósabúnaður
LED lágljósin á nýjum Sandero kvikna sjálfkrafa til þess að veita þér besta mögulega skyggni, hvort um ræðir dag eða nótt í öllum mögulegum aðstæðum. Auk þess auðvelda sjálfvirku rúðuþurrkurnar þér aksturinn.
Electronic parking brake - Sandero Stepway
Rafræn handbremsa
Stjórnun er enn þægilegri og áhyggjulausari með rafrænu handbremsunni.

Margmiðlun

Nútíma tækni

Système multimédia Media Nav Sandero Stepway
SNJALLSÍMASPEGLUN
Hringdu símtöl, settu GPS-leiðsögn í gang, hlustaðu á uppáhaldsspilunarlistann þinn og fleira. Tengdu snjallsímann* á auðveldan hátt með Bluetooth®, jack eða USB-tengi. 
Système multimédia Media Display Sandero Stepway
8" SNERTISKJÁR
 Auðvelt er að tengja snjallsímann og finna öll forritin þín í margmiðlunarkerfinu.á 8" snertiskjánum.
Dacia Media Control Sandero Stepway
AUÐVELD MARGMIÐLUNARSTÝRING
Með nýja margmiðlunarkerfinu er hægt að stjórna útvarpi, Bluetooth® símatengingu og innbyggðu 3,5" mælaborðinu frá stýrinu.
*Samhæfur Android Auto™ og Apple CarPlay™.        

ALLT ER TIL STAÐAR FYRIR ÞIG

AKSTURSAÐSTOÐARKERFI OG ÖRYGGI


Taktu næsta skref