Ábyrgð og skyldur

Ábyrgðartími bifreiða er mismunandi og hvetjum við þig til að kynna þér hann og skilmála framleiðanda í ábyrgðar- og þjónustubók bílsins þíns. Til þess að ábyrgðin haldi sér er nauðsynlegt að koma með bílinn til eftirlits og viðhalds til viðurkennds þjónustuaðila.     

5 ára ábyrgð

5 ára ábyrgð Dacia á eingöngu við um Dacia  bifreiðar sem upphaflega voru seldar viðskiptavinum hjá BL ehf. á Íslandi eftir 1. janúar 2021.
1. Skilmálar
Bifreiðin er í 5 ára ábyrgð frá fyrsta skráningardegi eða að eknum 160.000 km, hvort sem kemur á undan. Undanskilin eru þau atriði sem tilgreind eru sérstaklega í kafla 2 og 5 um takmörkun á ábyrgð.

Dacia Duster bílaleigubílar bera 3 ára / 100.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Vinsamlegast hafið samband við  [email protected]  ef vafi er á hvort bifreið sé með framlengda ábyrgð  

Samkvæmt neytendalögum ber söluaðili ábyrgð á bílnum fyrstu tvö árin. Vanræksla á viðhaldi samkvæmt fyrirmælum framleiðanda á þeim tíma sem leitt getur til bilana getur skert þá ábyrgð. Rétt er að benda á að fimm ára ábyrgðin fellur úr gildi ef þjónustuskoðunum samkvæmt fyrirmælum framleiðanda er ekki sinnt. 

Komi upp galli í bifreiðinni er kaupanda skylt að hafa tafarlaust samband við viðurkenndan þjónustuaðila Dacia. Tafir á að tilkynna og/eða notkun af hendi kaupanda eftir að galli kemur fram getur í vissum tilvikum margfaldað upprunalegt tjón. Getur slíkt valdið takmörkun á eða niðurfellingu ábyrgðar.    
2. Takmörkun á ábyrgð

2.1.Ábyrgð á perum er 6 mánuðir eða að eknum 10.000. km hvort sem kemur á undan. 

2.2.Ábyrgð á hjólastillingu er 12 mánuðir eða að eknum 10.000 km. hvort sem kemur á undan.

2.3.Ábyrgð á rafgeymi er 24 mánuðir eða að eknum 40.000. km. Ábyrgðin fellur þó niður hafi rafgeymir einhvern tíma tæmst vegna vanrækslu.

2.4.6 ára ábyrgð vegna ryðs sem kemur innan frá. 

2.5.Ábyrgð er ekki á hjólbörðum. 

2.6 Ábyrgð á dempurum eru 2 ár eða að eknum 50.000 km, hvort sem kemur á undan. 

2.7.Eðlilegt slit fellur utan ábyrgðar. 

2.8 2ja ára lakkábyrgð óháð eknum kílómetrum.    

3. Skyldur kaupanda

3.1 Kaupanda er skylt að færa bifreiðina í olíuþjónustu og þjónustueftirlit hjá viðurkendum Dacia þjónustuaðila fyrst eftir 15.000 km akstur (+/- 2.000 km) og síðan á 15.000 km fresti (30.000, 45.000 km. o.s.frv.) en þó eigi sjaldnar en á 12 mánaða fresti til þess að viðhalda ábyrgðinni. Bæði vinna og efni við þjónustuskoðanir og olíuskipti eru á kostnað eiganda. Ábyrgðin fellur úr gildi ef þessum atriðum er ekki fullnægt

3.2 Ábyrgðin er háð því skilyrði að varahlutir sem notaðir eru í bifreiðina séu allir framleiddir fyrir þessa bifreið af framleiðanda hennar. 

3.3 Kaupanda er skylt að sjá um flutning bifreiðarinnar að og frá viðgerðarstað á sinn kostnað. Reynist nauðsynlegt vegna fjarlægðar eða ófærðar að gera við bifreið utan þjónustukerfis BL skal haft samband við þjónustustjóra BL og leitað eftir samþykki hans ella verður tjónið ekki bætt. Seljandi greiðir einungis samkvæmt dagvinnutaxta BL. 

3.4 Rétt er að brýna enn einu sinni fyrir kaupanda að tilkynna tafarlaust um uppkominn galla til viðurkennds þjónustuaðila eða þjónustustjóra BL. Einnig að nota ekki bifreiðina nema að höfðu samráði við þjónustuaðila.

4. Takmarkanir og gildistaka

4.1 Kaupandi getur ekki gert ábyrgðar- eða skaðabótakröfur umfram skilmála þessa ábyrgðarsamnings. 

4.2 Ábyrgðin tekur gildi við undirritun samningsins. 

4.3 Samkvæmt framleiðanda þarf að athuga allan búnað sem varðar loftpúða og beltastrekkjara þegar bíllinn er tíu ára. Það gæti þurft að skipta út öllum búnaðinum eða hluta hans eftir þennan tíma. 

4.4.Afnotamissir bifreiðar vegna ábyrgðarviðgerðar fæst ekki bættur. 

4.5 Ábyrgðin nær ekki til tjónabíla (samkvæmt skilgreiningu reglugerðar um gerð og búnað ökutækja), né heldur megi rekja bilun til tjóns eða árekstrar. Ábyrgðin nær ekki til tjóns sem orsakast af utanaðkomandi hlutum (svo sem steinkasti eða öðrum efnum). 

4.6 Sé bifreiðin notuð á óeðlilegan eða ólöglegan hátt eða hún misnotuð, fellur ábyrgðin úr gildi. Sömuleiðis ef bifreiðinni sem ekki má aka utan vegar er ekið á þann hátt. 

4.7 Óbeint tjón og/eða útlagður kostnaður eiganda, sem rekja má til galla fellur ekki undir ábyrgð þessa.    

5. Atriði sem falla ekki undir 5 ára ábyrgð Dacia

 • Öll yfirbygging og þar á meðal lakk
 • Innra byrði yfirbyggingar, allur undirvagn ásamt þverbitum
 • þéttilistar/ gúmmíkantar / límingar / kíttanir
 • Listar/skrautlistar og hjólkoppar
 • Allar límdar eða skrúfaðar merkingar utan á bifreið
 • Hliðarrúður, afturrúða og framrúða
 • Perur ásamt LED ( Díóður )
 • Plastmælaborð, stýri og stillingar. Kvartanir vegna braks í mælaborði
 • Hljóðnemi inní bíl fyrir síma og kvartanir vegna Bluetooth vandamála sem krefst uppfærslu
 • Kúplingsdiskur, pressa og lega / dæla og allir íhlutir sem tengjast kúplingu
 • Allt Pústkerfið frá túrbínu og niðurúr. Sótsía og suður í pústi
 • Millirör / hvarfakútur ásamt hljóðkút
 • Allar innréttingar, hurðarspjöld, olnbogahvíla, plasthlífar sem eru skrúfaðar og smelltar, mælaborðs-plast-panel, miðstöðvar-ristar o.s.frv.
 • Öll hljóðeinangrandi efni og þéttingar
 • Sætisáklæði og svampur ásamt höfuðpúða

6. ÓSKIR UM ÁBYRGÐARVIÐGERÐIR

Til að fá ábyrgðarviðgerðir framkvæmdar, framvísið ábyrgðar- og þjónustubókinni hjá viðurkenndu umboðsfyrirtæki Dacia. Ef ábyrgðar- og þjónustubókin er týnd eða fyllt út á ófullnægjandi hátt verður ábyrgðarviðgerð, sem fellur undir skilmála þessa, hafnað.    

7. EIGENDASKIPTI

Ef bifreiðin er seld á ábyrgðartímabilinu, vinsamlegast afhendið nýjum eiganda ábyrgðar- og þjónustubók þessa og eigandahandbókina.

Ábyrgðar- og þjónustubók