Vörumerkið

Dacia-vörumerkið

Örlæti
Dacia lofar frábæru verði og hefur einnig þróað afar aðgengilega og sérsniðna viðhaldsþjónustu.

Einfaldleiki
Bílarnir frá Dacia eru vel hannaðir, einfaldir í notkun, þægilegir í viðhaldi og umfram allt á hagstæðu verði. Dacia leggur línurnar fyrir alveg nýja sýn í viðskiptarekstri.

Áreiðanleiki
Dacia nýtur góðs af reynslu Renault-samstæðunnar í iðnaði og verkfræði með hönnun og framleiðslu sterkbyggðra og áreiðanlegra bíla.Dacia tryggir allar gerðir í fimm ár eða 160.000 km akstur, hvort sem fyrr verður.

Skynsemi
Dacia er skynsamlegur valkostur. Annar neyslumáti.

Sagan

1966: Dacia-vörumerkið, nefnt eftir forna landsvæðinu Dakíu, sem Rómverjar nefndu svo, er stofnað í Rúmeníu.Leyfissamningur við Renault var undirritaður.Markmið Dacia er að framleiða nútímalega, fjölskylduvæna og sterkbyggða bíla fyrir alla Rúmena.
1999: Dacia verður vörumerki innan Renault-samstæðunnar.Renault kaupir Dacia og færir gömlu verksmiðjuna í Pitesti í nútímalegt horf. Breyting verður á gæðamálum. Erfitt loftslagið í Rúmeníu, slæmir vegir og langar vegalengdir um Karpatíufjöllin kalla á áreiðanlega bíla.2004: Dacia setur Logan á markað, fjölskyldubíl sem markar endurnýjun lífdaga vörumerkisins. Öll framleiðslumet voru slegin árið á eftir. Bætt er við Dacia-línuna með Logan MCV-bílnum (Break) árið 2006, Logan-sendiferðabílnum árið 2007 og Logan-pallbílnum 2008.
2011: Dacia fær til sín 340.000 viðskiptavini á einu ári. Rúmenska verksmiðjan í Pitesti er í fullum gangi og nýtur fulltingis verksmiðjunnar í Somaca í Marokkó. 2012: Ný verksmiðja er sett á laggirnar í Tangiers í Marokkó til þess að stækka bílaúrval Dacia, sem inniheldur nú Lodgy, 5 til 7 sæta smárútu fyrir fjölskyldur, lítinn Dokker-sendiferðabíl og stærri Dokker-sendiferðabíl.Framtíðin? Dacia hefur nú þegar hafið vinnu við nýja rúmgóða, einfalda, áreiðanlega og hugvitssamlega bíla sem verða enn sem fyrr á afar hagstæðu verði.

Umhverfi

DACIA OG UMHVERFISVERND
Dacia hefur þróað eigin umhverfisstefnu í samræmi við þá staðla og ferli sem notuð eru hjá Renault-samstæðunni. Dacia fylgir umhverfisverndunaraðferðum sem eru læsilegar og „sannprófanlegar“. Dacia vinnur að því að innleiða stigverkandi aðferðir, verkfæri og stjórnunarstaðla til að draga úr umhverfisáhrifum Renault-samstæðunnar:- Umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við staðalinn ISO 14001.- Þróun 10 ára umhverfisáætlunar er varðar iðnaðarsvæðið í Mioveni, þar sem sérlega vel er hugað að markaðssetningu nýrra bíla, breytingum á iðnaðarstarfsemi og að draga markvisst úr áhrifum á umhverfið.- Fjárfesting í leiðum til að draga úr áhrifum við öflun og innkaup. Árið 2003 voru starfsstöðvar til að draga úr fljótandi úrgangi innleiddar í verksmiðju Dacia.- Reglubundnar innri og ytri skoðanir.- Þjálfun fyrir starfsfólk með námskeiðum um mengun jarðvegs og vinnustaði sem verða fyrir áhrifum vegna mengunar.- Innri upplýsingagjöf gegnum ritið „Ecoton“, ytri upplýsingagjöf og samning „umhverfisstaðals“ fyrir almenning og íbúa Dacia-miðstöðvarinnar í Mioveni.- Ytri skýrslugjöf sem staðfestir umhverfisverndaraðferðir og tölur fyrir Renault-samstæðuna.Dacia fjárfestir meira en 10 milljónir evra í umhverfisvernd.Dacia hlaut ISO 14001-vottun í júlí 2005 frá óháða vottunaraðilanum SGS Bucharest, sem er viðurkenning á skuldbindingu fyrirtækisins við umhverfisstjórnun.
UMHVERFIÐ Í ÖNDVEGI
Dacia-bílar voru hannaðir með umhverfið í huga.- Umhverfisvernd er hluti af hönnunar- og framleiðsluferli bílsins og vélaríhluta hans. Dacia og birgjar þess taka þátt í öllum þrepum framleiðslunnar til að draga úr umhverfisáhrifum hvers bíls út endingartímann.- Losun gróðurhúsalofttegunda.- Minni orkunotkun jafngildir því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Á framleiðslustiginu eru bílarnir frá Dacia stilltir og búnir þannig að draga megi sem mest úr eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda.Meirihluti bílanna er búinn mengunarvarnarkerfi með hvarfakút og súrefnisskynjara, sem kemur í veg fyrir losun mengandi lofttegunda út í andrúmsloftið.

Öryggi

Öryggi samkvæmt Evrópustöðlum
Mikið var lagt í öryggisbúnað Logan. Verkfræðingar Renault leituðust við að finna aðrar lausnir en þær sem notaðar voru fyrir „hefðbundin“ verkefni, til þess að ná stöðlum sem voru nær nýjustu kynslóðum bíla frá Renault.Logan-bíllinn uppfyllir evrópska öryggisstaðla. Hann komst í gegnum erfiðustu prófin hjá Renault til viðbótar við þau sem óháðir evrópskir aðilar og fagtímarit hafa látið framkvæma. Bíllinn stóð sig vel og stóðst ýmsar prófanir á hemlum og hindrunum.Eftir að Logan var settur á markað birtust margar greinar í evrópskum fjölmiðlum þar sem öryggi hans var staðfest.
Akstursöryggi
Öryggislausnir Logan byggjast á búnaði sem þegar er til staðar hjá Renault-vörumerkinu:- Endurhannaður framhluti byggður á Clio II-gerðinni.- Afturhluti sem unninn er út frá B-byggingarlaginu (Modus-gerðin).- Hemla- og stýrisbúnaður (vélrænn eða vökvaknúinn, eftir útfærslum) samsvarar tæknilýsingu Renault.Logan er frábær bíll með rafræna dreifingu hemlunarkrafts og er búinn sama Bosch 8.0 ABS-kerfinu og Mégane II-gerðin.
Árekstraröryggi
Logan er þróaður út frá B-byggingarlaginu (Renault Modus- og Nissan Micra-gerðir) og byggður á meginreglum verkfræðinga Renault hvað varðar öryggi og veggrip:- Loftpúðar ökumanns- og farþegamegin, 2/3 öryggisbelti í aftursæti og höfuðpúðar (mismunandi eftir útfærslum).- Vernd fyrir útlimi og mjaðmagrind á framhluta og hurðarbyrðum að framan. - Mælaborð með sexstrendu mynstri dregur úr höggi á hnén. Krossbiti á bak við aftursætin takmarkar hættu á að hlutir komist inn í farþegarýmið.