Gerum samgöngur aðgengilegri

SAGAN OKKAR

Síðan Dacia kom fram á sjónarsviðið höfum við haft það að markmiði að gera nýja, góða og áreiðanlega bíla aðgengilega sem flestum. Vörumerkið hefur þróast með árunum og lagað sig að þörfum viðskiptavina sinna án þess þó að missa sjónar á upprunanum. Með þessari nálgun höfum við brotist út úr hefðunum og hrist nokkrum sinnum upp í bílamarkaðnum. Hvert og eitt af flaggskipunum okkar er byltingarkenndur bíll.
DACIA, ENDURSKAPAÐ VÖRUMERKI
Dacia varð til í Rúmeníu árið 1966 og markmiðið var skýrt: að bjóða upp á nútímalega, áreiðanlega bíla á hagstæðu verði fyrir Rúmena. Dacia er vísun í rómverska heitið á svæðinu sem nú kallast Rúmenía. Árið 1999 tók Renault við Dacia og olli það vissum straumhvörfum. Dacia varð þá vörumerki undir Groupe Renault og markaði það upphaf nýrra tíma með tilliti til gæða.
LOGAN SETTUR Á MARKAÐ 2004
Logan var hannaður fyrir nýmarkaði og kostaði aðeins 5000 evrur þegar hann kom á markað. Þetta er nútímalegur og sterkbyggður fjölskyldubíll sem endurskapaði vörumerki Dacia. Hann umbylti bílamarkaðnum og náði ótrúlegum árangri, þar á meðal í Vestur-Evrópu, þar sem Logan kom á markað árið 2005.
SANDERO SETTUR Á MARKAÐ 2008
Sandero var næsti bíll Dacia-vörumerkisins sem var settur á breiðan markað. Hann er líka best selda gerð vörumerkisins. Hann er rúmgóður, hagnýtur, fjölhæfur og á viðráðanlegu verði, og þá eru aðeins taldir nokkrir þeirra eiginleika sem gera Sandero að mest selda bílnum í Evrópu.     
DUSTER SETTUR Á MARKAÐ 2010
Með Duster fór Dacia enn og aftur gegn staðalímyndum í bílaiðnaðinum. Auk þess að vera sá SUV-bíll sem er á hagstæðustu verði er Duster einnig aðlaðandi bíll með góða aksturseiginleika í torfærum. Enn og aftur naut vörumerkið mikillar velgengni í viðskiptum.     
HALDIÐ ÁFRAM Á SÖMU BRAUT
Um þessar mundir er Dacia-vörumerkið starfandi í 44 Evrópulöndum og á Miðjarðarhafssvæðinu og þjónar meira en 7 milljónum viðskiptavina. Sigurgangan heldur áfram með nýja byltingu í pípunum: Spring, litli bíllinn sem gerir öllum kleift að aka á rafmagni.

VANTAR ÞIG FREKARI UPPLÝSINGAR UM DACIA?