Um Dacia

hefur verið í boði hér á landi síðan í byrjun 2013
     Á þeim liðlega 11 árum sem Dacia hefur verið til sölu hefur framganga Dacia merkisins verið ein samfelld sigurganga en nú eru yfir 2.5 milljón Dacia bifreiða skráðir í Evrópu. Á árinu 2011 keyptu meira en 350.000 viðskiptavinir nýjan Dacia í 35 löndum um heim allan. Í Frakklandi varð Dacia fimmti söluhæsti bíllinn árið 2011 og í júlí 2012 var Dacia Duster í sjöunda sæti yfir mest seldu bíla til einstaklinga í Þýskalandi. 

Lykillinn að árangrinum er einfaldur: rúmgóður og áreiðanlegur bíll á mjög góðu verði. En hvernig er hægt að bjóða svona veglegan bíl á svona hagstæðu verði? Jú með því láta einskis ófreistað við að halda framleiðslukostnaði hagkvæmum. 

Þrátt fyrir ólíkar langanir og óskir gerum við svipaðar grunnkröfur til bíla og það er einfaldlega haft að leiðarljósi við hönnun Dacia. Við smíði Dacia Duster er auk þess notast við íhluti sem hafa verið reyndir í öðrum bílum sem Nissan/Renault samsteypan framleiðir og reynst hafa vel.     
Upplýsingar um okkur
BL ehf er umboðsaðili Dacia á Íslandi 
Sævarhöfða 2 – 110 Reykjavík 
Sími 525 8000